Jæja nú ætla ég að koma öllum á óvart með smá bloggi!!!
Efst í huga eru að sjálfsögðu nýyfirstaðnar kosningar Hafnfirðinga. Ég er að sjálfsögðu sátt við úrslitin en ég hefði viljað hafa muninn aðeins meiri. Í sakleysi mínu grunaði mig ekki að svona margir Hafnfirðingar væru svona miklir kjánar... En þetta slapp til.
Ég horfði svona aðeins á kosningasjónvarpið á ruv.is í gærkvöldi og heyrði m.a. viðtal við Rannveigu Rist þegar aðeins átti eftir að telja utankjörfundaratkvæðin. Þar kvartaði hún yfir því að álversunnendur hafi ekki fengið nægan birtingatíma í fjölmiðlum og að Sól í Straumi hafi gengið of langt í kosningabaráttu sinni. Henni fannst samt alveg eðlilegt að hver einasti Hafnfirðingur á kosningaaldri hafi fengið símtal frá starfsmönnum fyrirtækis hennar og boðið að ræða málin. Það var ekki nóg að hringja eitt símtal í hverja fjölskyldu heldur fengum við t.d. sitthvort símtalið... á matartíma!!! Einnig veit ég dæmi um að fólk með rauða x-ið í símaskránni hafi fengið símtal... Mér fannst þetta svo mikil frekja að ég átti ekki til orð... vesalings ÁlversHildur sem hringdi í mig var bara heppin að ég hafði ekki tíma til að tala við hana... annars hefði ég sagt eitthvað skemmtilegt...
Ég missti svolítið trúnna á Íslendingum við niðurstöðu kosninganna... Ég vona að restin af þjóðinni sé ekki alveg jafn auðtrúa eins og rétt tæplega helmingur Hafnfirðinga... því þá náum við aldrei að stroka út blessaðan framsóknarflokkinn og losnum aldrei við íhaldið...
En nóg um pólitík...
Nokkuð góðir tímar framundan... ég er í þriggja daga helgarfríi... vinn svo í 2 daga og svo 5 daga páskafrí... yndislegt alveg... þó svo að blessuðu börnin séu alveg yndisleg þá er nú ansi gott að fá frí.
Við ætlum að leggja land undir fót og byrja að Gufuskálum á skírdag... gista þar fram á laugardag með Sonju, Gísla og dætrum. Á páskadag ætlum við svo í Reykholt til pabba gamla.
Þegar ég tel þetta svona geri ég mér grein fyrir að það styttist í dráttinn sem ég kaupi mér þann 11. apríl... þar fæ ég 2 fyrir 35 þúsund... er nú ekki beint spennt að það verður fínt að losna við þessa blessuðu jaxla.
Jæja nóg í bili...
Kveðja
Gunna... sem ekki hefur bloggað í 17 mánuði!!!!!
Efst í huga eru að sjálfsögðu nýyfirstaðnar kosningar Hafnfirðinga. Ég er að sjálfsögðu sátt við úrslitin en ég hefði viljað hafa muninn aðeins meiri. Í sakleysi mínu grunaði mig ekki að svona margir Hafnfirðingar væru svona miklir kjánar... En þetta slapp til.
Ég horfði svona aðeins á kosningasjónvarpið á ruv.is í gærkvöldi og heyrði m.a. viðtal við Rannveigu Rist þegar aðeins átti eftir að telja utankjörfundaratkvæðin. Þar kvartaði hún yfir því að álversunnendur hafi ekki fengið nægan birtingatíma í fjölmiðlum og að Sól í Straumi hafi gengið of langt í kosningabaráttu sinni. Henni fannst samt alveg eðlilegt að hver einasti Hafnfirðingur á kosningaaldri hafi fengið símtal frá starfsmönnum fyrirtækis hennar og boðið að ræða málin. Það var ekki nóg að hringja eitt símtal í hverja fjölskyldu heldur fengum við t.d. sitthvort símtalið... á matartíma!!! Einnig veit ég dæmi um að fólk með rauða x-ið í símaskránni hafi fengið símtal... Mér fannst þetta svo mikil frekja að ég átti ekki til orð... vesalings ÁlversHildur sem hringdi í mig var bara heppin að ég hafði ekki tíma til að tala við hana... annars hefði ég sagt eitthvað skemmtilegt...
Ég missti svolítið trúnna á Íslendingum við niðurstöðu kosninganna... Ég vona að restin af þjóðinni sé ekki alveg jafn auðtrúa eins og rétt tæplega helmingur Hafnfirðinga... því þá náum við aldrei að stroka út blessaðan framsóknarflokkinn og losnum aldrei við íhaldið...
En nóg um pólitík...
Nokkuð góðir tímar framundan... ég er í þriggja daga helgarfríi... vinn svo í 2 daga og svo 5 daga páskafrí... yndislegt alveg... þó svo að blessuðu börnin séu alveg yndisleg þá er nú ansi gott að fá frí.
Við ætlum að leggja land undir fót og byrja að Gufuskálum á skírdag... gista þar fram á laugardag með Sonju, Gísla og dætrum. Á páskadag ætlum við svo í Reykholt til pabba gamla.
Þegar ég tel þetta svona geri ég mér grein fyrir að það styttist í dráttinn sem ég kaupi mér þann 11. apríl... þar fæ ég 2 fyrir 35 þúsund... er nú ekki beint spennt að það verður fínt að losna við þessa blessuðu jaxla.
Jæja nóg í bili...
Kveðja
Gunna... sem ekki hefur bloggað í 17 mánuði!!!!!