~ the angel has spoken ~

daglegur þankagangur hins huxandi engils

1.4.07

Jæja nú ætla ég að koma öllum á óvart með smá bloggi!!!

Efst í huga eru að sjálfsögðu nýyfirstaðnar kosningar Hafnfirðinga. Ég er að sjálfsögðu sátt við úrslitin en ég hefði viljað hafa muninn aðeins meiri. Í sakleysi mínu grunaði mig ekki að svona margir Hafnfirðingar væru svona miklir kjánar... En þetta slapp til.

Ég horfði svona aðeins á kosningasjónvarpið á ruv.is í gærkvöldi og heyrði m.a. viðtal við Rannveigu Rist þegar aðeins átti eftir að telja utankjörfundaratkvæðin. Þar kvartaði hún yfir því að álversunnendur hafi ekki fengið nægan birtingatíma í fjölmiðlum og að Sól í Straumi hafi gengið of langt í kosningabaráttu sinni. Henni fannst samt alveg eðlilegt að hver einasti Hafnfirðingur á kosningaaldri hafi fengið símtal frá starfsmönnum fyrirtækis hennar og boðið að ræða málin. Það var ekki nóg að hringja eitt símtal í hverja fjölskyldu heldur fengum við t.d. sitthvort símtalið... á matartíma!!! Einnig veit ég dæmi um að fólk með rauða x-ið í símaskránni hafi fengið símtal... Mér fannst þetta svo mikil frekja að ég átti ekki til orð... vesalings ÁlversHildur sem hringdi í mig var bara heppin að ég hafði ekki tíma til að tala við hana... annars hefði ég sagt eitthvað skemmtilegt...

Ég missti svolítið trúnna á Íslendingum við niðurstöðu kosninganna... Ég vona að restin af þjóðinni sé ekki alveg jafn auðtrúa eins og rétt tæplega helmingur Hafnfirðinga... því þá náum við aldrei að stroka út blessaðan framsóknarflokkinn og losnum aldrei við íhaldið...

En nóg um pólitík...

Nokkuð góðir tímar framundan... ég er í þriggja daga helgarfríi... vinn svo í 2 daga og svo 5 daga páskafrí... yndislegt alveg... þó svo að blessuðu börnin séu alveg yndisleg þá er nú ansi gott að fá frí.
Við ætlum að leggja land undir fót og byrja að Gufuskálum á skírdag... gista þar fram á laugardag með Sonju, Gísla og dætrum. Á páskadag ætlum við svo í Reykholt til pabba gamla.

Þegar ég tel þetta svona geri ég mér grein fyrir að það styttist í dráttinn sem ég kaupi mér þann 11. apríl... þar fæ ég 2 fyrir 35 þúsund... er nú ekki beint spennt að það verður fínt að losna við þessa blessuðu jaxla.

Jæja nóg í bili...

Kveðja

Gunna... sem ekki hefur bloggað í 17 mánuði!!!!!

20.11.05

Jæja jæja...
Þá hef ég loksins smá tíma til að smella inn stuttri færslu... Hulda litla var að baka fyrir pabba sinn og hann er að sjá um málið!

Það er sem sagt komin lítil prinsessa í heiminn, fæddist 12. nóv. kl 16.13. Allt gekk bara ótrúlega vel og við erum svakalega hamingjusöm lítil fjölskylda. Við nefndum hana Huldu og hún á orðið sína eigin heimasíðu á barnalandi: http://www.barnaland.is/barn/30042 endilega kíkið á gripinn!!!

Takk fyrir allar kveðjurnar og allt :)

Kveðja
Gunna skvísumamma

13.11.05

7.11.05

Jæja... þá erum við komin 6 daga framyfir og ekkert að gerast.

Fór í mónitor og þess háttar á landsann á fimmtudag og þá voru þær svo ánægðar með þrýstinginn að þær vildu ekkert grípa inní... byltu bara belgjunum aðeins og sendu mig heim... Ég fann ekki svo mikið sem einn sting eftir þessa belgjabyltu... kríli líður greinilega bara svona vel þarna...

Fer aftur í svona mónitortékk á miðvikudaginn og þá eiga þær að ákveða gangsetningardag og þessháttar... við kvöddum eiginlega barasta ljósuna okkar áðan... munum ekkert fara í Hafnafjörðinn í skoðun meira nema það verði eitthvað sérstakt... það var svolítið undarlegt að segja bless... búin að heimsækja þessa konu 2svar í viku síðustu 5 vikurnar!

En það fer að styttast í þetta... og við munum láta ykkur vita ef eitthvað gerist :)

Bjössi er búinn að læra að senda mynd inn á bloggið úr símanum þannig að fylgist þið endilega með :D

Kveðja

Gunna að sprynga :D

1.11.05

Jæja þá er maður bara kominn á dag... 1. nóvember kominn... ótrúlegt... maður er búinn að bíða svo lengi...

Annars er ekkert að gerast og lítið að frétta... var sett á blóðþrýstingslyf og mér lofað að ég yrði nú ekki látin ganga langt fram yfir... þannig að þetta fer bara allt að gerast... Við fáum reyndar ekki að eiga á Selfossi út af þessu veseni en þúsundir kvenna eiga í Reykjavík á hverju ári þannig að það getur ekki verið svo slæmt...

Nú er bara allt tilbúið... búið að pakka í heimferðartösku fyrir kríli... og allt annað straujað og fínt ofaní skúffu... Búin að ýta strauinu frá mér í nokkra daga og ákvað að klára það í gærkvöldi... það fór aðeins í skapið á mér því þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem ég geri... sér í lagi þar sem að ég er stanslaust með náladofa í fingurgómunum... Mér tókst samt að gera þetta án þess að strauja puttana :o)

En spennan eykst... og innan 2ja vikna verður komið í ljós hvort þetta er strákur eða stelpa... hvort það fái tásurnar frá pabba eða mömmu og öll hin spennandi leyndarmálin... Bræðrabörn mín hafa mikið verið að velta þessu fyrir sér... sér í lagi nafninu á krílið... Markús Páll er búinn að ákveða að ef þetta er strákur eigi hann að heita Markús en ef þetta er stelpa á það að vera Auður (ekkert að hafa of mikla fjölbreytni....) og Signý er ákveðin í því að barnið skuli heita Snotra eða Snotri... Þó svo að það sé nú alltaf gott að hafa eitthvað til viðmiðunar þá hugsa ég að við Bjössi förum frekar okkar eigin leiðir í nafnagiftinni :o) Ekki það að Snotra Kristbjarnardóttir hljómar svo sem ágætlega... Skemmtilega einfalt allt þegar maður er svona lítill... Ég man þegar mamma fór á fæðingadeildina að eiga Sigga þá bað ég hana að skila því til ljósmæðranna að hafa þetta stelpu... var nú svolítið skúffuð út í þær fyrir að hafa ekki orðið að þeirri ósk minni... en ég er svo sem ósköp ánægð með litla bró í dag... hefði sennilega ekki þolað samkeppnina frá systur ;o)

jæja... best að fara að labba upp og niður stiga þar til Bjössi kemur heim... þá prófum við eitthvað annað húsráð... ;o)

See you...

Gunna fullgengna

12.10.05

Þá eru bara 3 vikur eftir í settan dag og mesta lagi 5 vikur í það að kríli komi í heiminn... ótrúleg tilhugsun... tíminn bara flýgur áfram... svolítið annað en þegar maður var að telja dagana í morgunógleðinni!!!

Ljósan setti mig á gult ljós í síðustu viku... blóðþrýstingurinn var eitthvað farinn að mjaka sér upp á við og smá eggjahvíta í þvaginu... ég hætti því að vinna og hef verið heima í "afslöppun" síðan. Einhvern veginn tekst mér þó alltaf að vera að gera eitthvað og mér er ekkert farið að leiðast ennþá... eggjahvítan er líka horfin en blóðþrýstingurinn lætur sér ekki segjast... ég er komin í smá vítahring hjá ljósunni því ég stressast svo upp við tilhugsunina um þessar mælingar að blóðþrýstingurinn ríkur upp... hún sagðist því þurfa bara að læðast aftan að mér einn daginn þegar ég væri heima í rólegheitunum... Meðan ástandið er svona mæti ég þarna 2svar í viku... gott að vita í íslenska heilbrigðiskerfið virkar amk einhversstaðar!

Í gær skrifuðum við undir afsalið af íbúðinni okkar eða Bjössi undir afsalið af íbúðinni sinni öllu heldur þannig að núna eigum við hana formlega. Við fjárfestum líka í helling af heimilistækjum, frystikistu, þurrkara og uppþvottavél... þetta er þá 3. uppþvottavélin sem við eigum en sú fyrsta í fullri stærð. Ef ykkur vantar borðuppþvottavél eða þvottavél endilega látið mig vita... ég á nokkrar!!!

Jæja er þetta ekki bara orðið nokkuð gott í bili? Aldrei að vita nema maður standi sig aðeins betur núna...

:o)

Gunna í afslöppun

15.9.05

Jæja...

Þetta stendur nú allt til bóta...

Þarf að fara að láta aftur í mér heyra hérna... hef bara lítinn tíma og litla nennu...

Um leið og ég hætti að vinna mun ég taka aðeins til hérna... setja aftur inn linka... laga litinn og svona... Grænn er víst ekki minn litur... orðin þreytt á þessum bleika... setti upp bláan og þá leit bloggið út eins og hjá vesalingi sem reyndi að feta í fótsporin mín þannig að... grænt verður það þar til ég nenni að grúska í þessu :o)

Annars höfum við það bara gott... kríli stækkar og stækkar og er strax farin að frekjast... verst að í augnablikinu getur maður lítið gert annað en að láta eftir því... ég anda bara seinna :o)

Jæja bið að heilsa í bili

Gunna Hafnfirðingur